Author Archives: kps

About kps

Fjarskiptatæknifræðingur

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár – Merry Christmas, Happy New Year

Hér er faleg mynd af Jökulsárlóni, Breiðamerkurlóni tekin kl. 4 að morgni á sérútbúna 360° hringmyndavél þegar sólin er að koma upp í austri.


I took this picture in South Iceland at glacier lagoon, Jökulsárlón at 4 o’clock in the morning when sun is coming up in the east. Jökulsárlón has been a setting for four Hollywood movies namely, ‘A View to a Kill’, ‘Die Another Day’, ‘Tomb Raider’ and ‘Batman Begins’, in addition to the reality-TV series Amazing Race.

More pictures – Meira af myndum:

Ferðamyndir Jökulsárlón/Breiðamerkurlón – Traveling pictures from Glacier lagoon Jökulsárlón/Breiðamerkurlón http://photo.blog.is/blog/photo/entry/223389/

Jökulsárlón, sannkallað himnaríki á jörðu – Glacierlagoon, heaven on earth http://photo.blog.is/blog/photo/entry/269127/


Kjartan

Shanghai

www.kps.is

www.photo.is

www.Lodmundur.com

www.IcelandASIA.com

FOSSARNIR DYNKUR OG GLJÚFURLEITARFOSS Í ÞJÓRSÁ – Myndir

Waterfall DYNKUR and GLJÚFURLEITARFOSS in ÞJÓRSÁ river – pictures

Hér er Ómar Ragnarsson að fjalla um fosinn Dynk og og Gljúfurleitarfoss í Þjórsá á blogginu sínu
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/934682/

Þar segir Ómar “Landsvirkjun er aftur komin á fulla ferð við þá fyrirætlan sína að drepa endanlega flottasta stórfoss Íslands”

Það vill svo til að ég er nýbúinn að fljúga upp með Þjórsá og tók þá þessar myndir:

Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Rétt vestan við er þessi fallegi foss sem mun einnig hverfa ef sett verður uppistöðulón í ánna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of a small waterfall vest of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Hér má svo sjá aftur litla fossinn sem er rétt hjá Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of a small waterfall close to Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Rétt fyrir ofan þessa tvo fossa er svo þetta fallega gljúfur, sem er myndað af sorfnu bergi, efst í þessu gljúfri glittir í einn af fallegri fossum landsins, Dynk eða Búðarhálsfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of canyon where Dynkur and Gljúfurleitarfoss waterfall are in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Fossinn Dynkur í Þjórsá er tilkomumikill foss eins og sjá má á þessari mynd hér. Á þessari mynd er lítið vatn í ánni en fossinn breytist mikið þegar mikið vatn er í ánni og breiðir þá úr sér yfir þessar fallegu klettamyndanir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Eins og sést vel á myndinni, þá eru margir minni fossar í Dynk. Dynkur er um 38 m hár, í Þjórsá, suðaustan undir Kóngsási á Flóamannaafrétti. Áin fellur þar fram af mörgum stöllum í smáfossum sem til samans mynda eitt fossakerfi. Eru þar fögur form en mestu skiptir þó að furðulega fagrir og margbreytilegir regnbogar verða til í fossum þessum svo að mest líkist litagosi yfir fossinum þegar sól skín á hann. Holtamenn kalla hann Búðarhálsfoss en Gnúpverjar kalla hann Dynk. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Hér er horft ofan á fossinn Dynk. Best er að skoða fossinn frá eystri bakka Þjórsár og aka þá inn Búðarháls frá brúnni á Tungnaá við Hald. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Fyrir ofan fossinn Dynk í Þjórsá er viðkvæmt gróðursvæði sem heitir Þjórsárver sem er við rætur Hofsjökuls. Þar er einnig að finna fjallið Arnarfell sem er þekkt fyrir mikla gróðursæld, enda svæðið umgirt jöklum og ám svo skepnur og aðrir grasbítar komast ekki inn á svæðið. Þar er m.a. að finna eitt stærsta uppvaxtarsvæði heiðagæsa í heiminum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

FERÐ TIL GRÍMSEYJAR – TRIP TO GRIMSEY ISLAND – MYNDIR

FERÐ TIL GRÍMSEYJAR – TRIP TO GRIMSEY ISLAND – MYNDIR

Ég var á ferðalagi um Mývatn fyrir stuttu og bauðst þá að skjótast til Grímseyjar með flugfélaginu Mýflug. Örn Sigurðsson flugmaður veitti mér og mótordrekanum húsaskjól á flugvellinum á Mývatni við Reynihlíð eftir erfitt flug frá Hrauneyjum yfir Hálendið nóttina áður.

Flugstöðin í Grímsey er ekki stór, en ferðamenn hafa löngum sótt þessa merku eyju heim. Þegar von er á flugi til eyjunnar, þá þarf að reka upp fugl af brautinni og þurfa flugmenn jafnvel að beita sérstakri tækni í flugtaki og lendingu til að forðast að fá fugl í hreyfilinn. Í Grímsey er margt að sjá og boðið er upp á leiðsögn með ferðafólk þar sem m.a. er farið með fólkið yfir bauginn, í kirkjuna, að vitanum, í fiskverkun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsey Airport, one problem is all the birds on the airfield. Lot of Arctic tern are covering the airfield during the breading season. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Það má segja að það hafi verið allt morandi í kríu í Grímsey og mátti leiðsögukonan sem ók okkur um eyjuna hafa sig alla við að aka ekki yfir unganna sem voru á hlaupum út um allt. _ Young Arctic Tern running away from the guide (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Kría Sterna paradisaea fugl ætt þerna farfugl Íslandi verpir norðurslóðum Krían hvít kviði stéli væng svartan koll svarta vængbrodda rauða fætur rautt nef Ungar ungi Havternen Sterna paradisaea Die Küstenseeschwalbe Arctic Tern Kría seabirds puffins Lundi (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Fiskvinnsla og smábátaútgerð er stór atvinnuvegur í Grímsey, enda ekki langt að fara til að komast á miðin. Ferðaþjónusta hefur aukist mikið og eru regluleg flug og hægt að taka ferju frá Dalvík. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The principal industrial activity is commercial fishing. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Hér má sjá minnismerki sem reist var í nafni Willard Fiske. En hann var velgjörðamaður eyjunnar og styrkti íbúa með ýmsum hætti. Meðal annars gaf hann eyjarskeggjum skákborð enda Grímseyingar slyngir skákmenn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A chess player Willard Fiske took a protective interest in Grímsey in the 1870s, sending supplies, supporting the economy and leaving money in his will, though he never once visited (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Mikið er um lunda í Grímsey. Í klettabeltinu fyrir framan kirkjuna var gott að skoða lundann og þar var líka klettur sem var eins og mannshöfuð í laginu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grimsey island is a perfect place for puffins. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Í eyjunni búa rúmlega 100 manns og er lítil kirkja á staðnum, Miðgarðakirkja sem þjónað er frá Dalvík. Hún var á sínum tíma byggð úr rekavið (1867) og svo endurbyggð 1956. Kirkjan hefur sérkennilegan byggingarstíl, hún er mjög mjó en háreyst, virkar stór úr fjarlægð en lítil og mjó þegar komið er inn í hana. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The church on Grímsey was built from driftwood in 1867 and renovated in 1956. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Í lok ferðar, þá er hægt að fá skrautskrifað viðurkenningarskjal. En allir fá viðurkenningarskjal frá flugfélaginu Mýflugi fyrir að fara yfir heimskautsbaug. Hér með vottast að Kjartan Pétur Sigurðsson hefur í dag stígið fæti sínum norður yfir Heimskautsbaug í Grímsey á undan norðurströnd Íslands. 66°33 N, 18° 01 V (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsey is also a popular tourist destination for visitors who wish to experience the Arctic Circle. You will get a signature as a provident for your trip to Grímsey island (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Til að staðfesta að greinarhöfundur hafi náð þeim merka áfanga að hafa komið á Norðurheimskautsbauginn eða stigið yfir 66° norðlæga breiddagráðu að þá var tekin mynd þar sem staðið er við minnisvarða sem er rétt norðan við flugstöðina í Grímsey. Lengi vel voru sögusagnir um að þessi lína hefði skipt hjónarúmi presthjónanna eða var það hjónarúm oddvitans á Básum í tvennt og hefðu þau því sofið sitthvoru megin við línuna. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið, til þess eins að stíga norður fyrir baug. Saga segir að eitt sinn hafi heimskautsbaugurinn, sem er á örlítilli hreyfingu, legið um mitt hjónarúm oddvitans á Básum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Arctic circle on Grímsey. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Hér má svo sjá loftmynd af suðurhluta Grímseyjar. En flogið var frá Mývatni með Mýflugi á 6 sæta Cessnu flugvél (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial photo of Grímsey island north of Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Hér má sjá kort af Grímsey ásamt örnefnum, Kaldagjá, Eyjarfótur, Básavík, Almannagjá, Vænghóll, Handfestagjá, Flatsker, Hlíðarstapi, Flesjar, Grenivík og Sterta (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Map of Grímsey island in Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Eftir þessa ótrúlegu ferð til Grímseyjar, þá útbjó ég myndband sem sett var síðan inn á Youtube.

 

Flying over the Polar circle to Puffin island Grímsey 66° North of Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=dMhabEmH-Wo

Á wikipedia má lesa nánar eftirfarandi á ensku þaðan sem m.a. fyrrgreindar upplýsingar eru fengnar

Grímsey is a small island 40 kilometres (25 mi) north of Iceland, situated directly on the Arctic Circle. The island constitutes the hreppur (municipality) Grímseyjarhreppur, which is part of the county Eyjafjarðarsýsla. The population is approximately 100; the only settlement is Sandvík.

Geography and climate
Grímsey is the northernmost inhabited Icelandic territory; the islet of Kolbeinsey lies further north, but is uninhabited. The closest land is the island of Flatey, Skjálfandi, 39.4 kilometres (24.5 mi) to the south. There are steep cliffs everywhere except on the southern shoreline. Grímsey has an area of 5.3 square kilometres (2.0 sq mi), and a maximum altitude of 105 metres (344 ft).
Despite the northerly latitude, the climate is generally mild, due to the North Atlantic Current which brings warm water from the Gulf of Mexico. A maximum temperature of 26°C (79°F) has been recorded, which equals that of the much more southerly capital Reykjavík. Though treeless, the vegetation cover is rich, consisting of marshland, grass, and moss, and the island is home to many birds, in particular auks.

Economy and society
The principal industrial activity is commercial fishing. Agriculture and collecting seabirds’ eggs are also common. Grímsey is also a popular tourist destination for visitors who wish to experience the Arctic Circle. The island is served by regular ferry and aircraft passenger services from the mainland.[1]
The church on Grímsey was built from driftwood in 1867 and renovated in 1956. It is within the parish of Akureyri. The island also features a community center and a school from kindergarten to Grade 8. Beyond this age, students travel to Akureyri for further education.
The island has acquired a long-standing reputation for being a bastion of chess-playing. On learning this, the American scholar and keen chess player Willard Fiske took a protective interest in Grímsey in the 1870s, sending supplies, supporting the economy and leaving money in his will, though he never once visited.
A local legend holds that the Arctic Circle runs exactly through the middle of the bed of Grímsey’s priest. The fact that the circle shifts by a few meters per year makes this unlikely.


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

MÓÐIR MÍN VERÐUR 70 ÁRA 24. DESEMBER!

Mikið hlýtur það að vera hræðilegt að eiga afmælisdag 24. desember!

En þannig er því nú farið með hana móður mína, Kristjönu Kjartansdóttur.

Hún hefur í raun aldrei átt afmæli svo heitið geti og er ástæðan vel skiljanleg.

Hér er mynd af henni móður minni að láta skýra nöfnu sína Kristjönu Ásu Þórðardóttur.
Sr Pálmi Matthíasson skírir Kristjana Ása Þórðardóttir 15 júlí ‘06 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ég verð því miður ekki á landinu þegar þessi merki viðburður rennur í garð hjá henni.

Fyrir utan það að hafa eignast mig, þá á hún til viðbótar 2 stráka, Þórð Jóhann og Valgarð og 3 stelpur, Fanney, Dröfn og Kolbrúnu!

Hún bað mig um að koma á framfæri að það verður morgunkaffiboð hjá henni að morgni 24. Desember fyrir þá sem vilja heiðra hana með nærveru sinni.

Og þar sem jólin eru að koma þá er spurning um að láta þessar myndir hér tala sínu máli. En þær eru af friðarsúluni í Viðey sem er listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Að lokum langar mig til að óska öllum bloggvinum mínum Gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári.

Þakka ykkur fyrir skemmtilega umræður á árinu og fyrir frábæra jólagjöf sem er:

100.000 innlit á mbl.is blogg síðuna mína á hálfu ári!

Jólakveðja og til hamingju með afmælið MAMMA.

Einnig vil ég óska tvíburasystur hennar, Unni Kjartansdóttur til hamingju með afmælið.

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

ÞÆR ERU MARGAR MISS WOLD Í KÍNA

ÞÆR ERU MARGAR MISS WOLD Í KÍNA

Það eru margar fallegar konur í Kína eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

Þessi skvísa var að vísu í heimsókn í heimalandinu Kína í fríi frá sinni vinnu í USA
Kona frá Kína (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Þjóðarbrotin eru mörg í Kína
Landið er stórt of fjöldinn mikill. Í Kína búa líklega eitthvað um 1.5 milljarður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hér situr eldri kona við prjónaskap
Eldri kona að prjóna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aldurin fer eins með alla, sama hvort það er í Kína eða annars staðar
Eldri kínversk kona sem ber aldurinn vel (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Þegar konur eru annars vegar, þá er Haukurinn (Haukur Hauksson) ekki langt undan. Konurnar sópuðust að honum á Kínamúrnum, enda þarna mikill mannkostur á ferð :)
Haukur Hauksson fréttamaður á ferð um Kínamúrinn með 3 konur sér við hönd (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Það eru ekki allir jafn ánægðir með að láta mynda sig
Kínversk kona óhress með að láta mynda sig (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Mannlífið er ótrúlegt þarna í Kína. Hér er móðir á ferð með börnin sín.
Kínversk kona með börnin sín á hjóli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Það er gaman að ganga um göturnar þar sem mannlífið flæðir um göturnar og allir að selja eitthvað.
Kínversk kona að selja ávexti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Maturinn er ótrúlegur í Kína og fjölbreytnin mikil. Margrétta máltíðir voru á öllum þeim stöðum sem við komum á og svo var her af þjónum sem sáu um að allir fengju nóg.
Kínverskar konur í litskrúðugum silkifatnaði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU – MYNDIR

Hér má sjá myndaseríu af því landslagi sem fór undir uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar. Þar eru fjöldin allur af gljúfrum og fossum sem nú eru horfin um aldur og ævi … og munu aldrei sjást aftur.

Það á vel við að ráðamenn sem raula ættjarðarsöngva með glas í hönd eftir að hafa klippt á borðann og fengið að ræsa hina eftirsóttu virkjunina formlega, virði fyrir sér þessar myndir.

Þessi foss var sem töfrum líkastur og “bar” nafnið með rentu.
Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hér má sjá hvernig þessi fallegi foss féll fram af hraunbrúninni og er meðal annars þessi fallorka nýtt til raforkuframleiðslu í dag sem síðan gefur nokkrum álkerjum niður á Reyðarfirði smá yl.
Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ekki langt frá Töfrafossi, var annar foss
Fossinn sem hvarf í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Bergmyndanirnar voru margar fallegar í Kringilsá. Hér má sjá flottan berggang.
Berggangur sem hverfur í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Þegar við vorum á flugi þarna yfir, þá birtist skyndilega fálki sem var greinilega eitthvað að forvitnast líka, ekki er ólíklegt að hann eigi hreiður þarna á svæðinu :)

Gljúfur í Kringilsá
Gljúfur í Kringilsá sem hvarf í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Um 25% af friðlandinu á Kringilsárrana fór undir fyrirhugað Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Svæðið er lokað af Vatnajökli eða Brúarjökli að sunnan og svo ánni Jöklu að austan- og Kringilsá að vestanverðu. Raninn er mikið gróinn og var gott og mikilvægt haglendi og beitiland fyrir hreindýr.

Hér er Kláfur sem göngumenn gátu notað til að komast yfir í Kringilsárranann.
Mynd af kláf sem lá yfir Kringilsá sem nú er horfin í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Þessi brú er núna horfin og litla fjallið við hliðina á Kárahnjúknum sjálfum er núna orðin eyja í stóru uppistöðulóni Kárahnjúkavirkjunar.


Kjartan

WWW.PHOTO.IS

SPILLUM EKKI SVÆÐINU Í KRINGUM ÖLKELDUHÁLS !!!

Ég hef átt þess kost að fara nokkrar ferðir með ferðamenn upp á Ölkelduháls sem er rétt austan við Hengilinn.

Um svæðið liggur þekkt gönguleið niður í Reykjadal þar sem endað er rétt fyrir ofan Hveragerði.

Svæðið allt er ægifagurt og hefur upp á margt að bjóða. Vinsældir svæðisins má meðal annars rekja til þess að um það rennur heitur lækur/á sem vinsælt er að baða sig í.

Sumir vilja jafnvel halda því fram að það sé meira gaman að koma á þetta svæði og baða sig heldur en inn í sjálfar Landmannalaugar og er þá mikið sagt.

Einn megin kostur við þetta svæði er að þangað er ekki hægt að komast á bíl og þarf því að fara allar ferðir um svæðið gangandi eða á hestum. Og er það ótvíræður kostur í samfélagi þar sem allir fara orðið sínar ferðir á einhverskonar farartækjum.

Leirmyndanir á svæðinu geta verið gríðarlega fallegar eins og sjá má á þessari mynd hér:
Heitur lækur rennur í gegnum Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Litir náttúrunnar geta stundum verið ótrúlegir eins og sjá má á þessari mynd hér:
Fallegir litir í heitavatnsuppsprettu sem rennur út í lækinn í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Innst í Reykjadal rétt við Ölkelduháls er svo þessi fallegi foss sem rennur í gegnum soðið berg sem er með ótrúlega fallegum litbrigðum og myndunum.
Foss innst í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hér er svo annað mjög virkt hverasvæði innst í Reykjadal þar sem gengið er upp vestan megin við Ölkelduháls.
Virkt hverasvæði innst í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ef litið er á framkvæmdir við Hengilinn í dag, þá má sjá athafnasvæði Hellisheiðarvirkjunar á næstu mynd. Þegar myndin er skoðuð nánar, þá ber að hafa það í huga að það á að reisa tvær sambærilegar virkjanir til viðbótar við þær tvær sem fyrir eru við Hengilinn.

Hér má svo sjá panorama mynd af Hengilssvæðinu þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri.
Ljósmynd af Hellisheiðarvirkjun ú lofti (smellið á mynd til að sjá myndina enn stærri)

!!! Það hafa komið athugasemdir á þessa panorama mynd að hún væri að einhverju leiti óeðlileg. En víðmyndin er unnin úr 7 stökum loftmyndum sem settar hafa verið saman.

Sjá má upprunalegar myndir, teknar í maí 2006, hér: http://www.photo.is/06/05/7/index_14.html

Ég þróaði þessa samsetningartækni árið 1996 þegar ég gaf út Íslandsbókina. Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá að ég hef ekki náð að ljúka samsetningunni 100% en myndin er þó nógu góð til að gefa hugmynd af umfangi Hellisheiðarvirkjunar. Ég á fleiri svona myndir teknar seinna en þar sem svona samsetning tekur mikinn tíma og ekki eru djúpir vasar til að greiða úr fyrir þá vinnu, þá verður það að bíða betri tíma.

Á svona panoramamynd eða víðmynd eins og það heitir á Íslensku, þá verða línur sem eru beinar, bognar, en það lagast ef myndin væri prentuð út og sett í hring utan um þann sem skoðar myndina.

Á þessari loftmynd má sjá niður Reykjadal til suðurs þar sem fólk er að baða sig í ánni.
Reykjadalur fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Eftir Reykjadal rennur heitur lækur þar sem vinsælt er að baða sig í. Vinsæl gönguleið liggur frá Hveragerði inn þennan dal og upp á Ölkelduháls og er mikill jarðvarmi á þessari leið.

Ég hef farið mikið með ferðamenn um þetta svæði og má sjá nánar kort frá Orkuveitu Reykjavíkur af gönguleiðum um svæðið hér:

http://www.or.is/Forsida/Gestiroggangandi/Utivistarsvaedi/Hengilssvaedid/

Eins og sjá má á þessum myndum þá er vinsælt að baða sig í ánni sem rennur í gegnum Reykjadal og er nánast hægt að baða sig hvar sem er.
Erlendir ferðamenn að baða sig í heitri ánni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hér er ungt par frá Danmörku að baða sig í ánni. Daman horfir hugfangin á kærastann sinn svolgra af áfergju á ísköldu lindarvatninu sem rennur út í heita ánna. Enda nóg til af hreinu íslensku fjallavatni.
Drukkið íslenskt kalt vatn úr hliðarlæk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Það sem fékk pínu á mig var að Daninn var ekki mikið hrifin af allri þeirri uppbyggingu sem átti sér stað á StórReykjavíkursvæðinu og fann borginni allt til foráttu! Hann vildi meina að íslendingar ættu að fara aðeins hægar í sakirnar. Aftur á móti vildi hann endilega fá að kaupa hús úti á landi og flytja hingað og búa í nokkur ár. Hans komment á staðin var að þetta væri NÁKVÆMLEGA náttúran sem hann væri að leita af. Ég þorði nú ekki að minnast á það við hann að það væru í bígerð stórar áætlanir um að virkja hluta af þessu svæði.

Virkjunin sem um ræðir verður við Ölkelduháls og er þessi myndasería tekin á því svæði.

Hér gengur hópur rétt hjá þeim stað þar sem virkjunin kemur til með að rísa
Mynd tekin ekki langt frá þeim stað þar sem virkjun kemur til með að rísa (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Það er stórt og mikið hverasvæði norðan við Ölkelduháls rétt hjá þar sem Bitruvirkjun kemur til með að rísa.
Einn af mörgum leirhverum norðan við Ölkelduháls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Rústir af fjárrétt frá gömlum tíma
Gömul fjárrétt norðan við Ölkelduháls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Risastór leirhver sem bullar og sýður í og mátti sjá rollur á svæðinu sem voru að ná sér í smá il frá hvernum
Stór leirhver rétt norðan við Ölkelduháls sem bullar og sýður í (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hér má svo sjá kort af svæðinu í lokin ásamt litlum myndum
Kort af Ölkelduhálsi, Bitruvirkjun og Reykjadal

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að skoða heimasíðu þeirra aðila sem vilja láta skoða virkjanamál á þessu svæði betur hér:

WWW.HENGILL.NU

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

Slysið í Reynisfjöru – myndir

Hér tók ég saman nokkrar myndir úr ferðum mínum sem leiðsögumaður um Reynisfjöru og á söndunum á suðurströndinni.

Það sem er að heillar ferðamanninn mest er SVARTUR SANDURINN.

Það er sama hversu oft ég kem í Reynisfjöru, upplifunin er alltaf jafn mögnuð.

Þarna má sjá gríðarlega fallega tröppulaga stuðlabergsbyggingu, Reynisdranga, sönghellinn Hálsanefshellir, rúnnaða fallega (orku) steina, hátt bjargið, fuglalíf, öldurótið, Dyrhólaey og áhugaverða jarðfræði á svæðinu.

Allt þetta gerir það að fólk verður gjörsamlega dolfallið við að koma á þennan stórmerkilega stað.

Ef við byrjum á öldurótinu, þá má sjá á eftirfarandi myndum að það borgar sig að bera virðingu fyrir náttúrunni á þessu svæði.

Myndir sem sýna vel hversu langt öldurnar ná upp í Reynisfjöru en hér skellur stór Atlantshafsúthafsaldan óhindruð á langt upp á ströndina.
Hafaldan skellur á klettunum (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Ekki skal undra að sjósókn hefur verið gríðarlega erfið á allri suðurströndinni sem er um 500 km löng og enga höfn að finna nema til endanna og þá í Þorlákshöfn og Höfn á Hornafirði.

Strönd sem er ekkert nema sandur.

Þegar er flóð, þá getur hafaldan náð alveg að klettunum og hér má sjá fólk hlaupa fyrir klettinn frá sönghellinum Hálsanefshelli í aðfallinu og oft má litlu muna
Hér er hlaupið fyrir kletinn þegar aldan er á útsoginu (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

En eftirfarandi mynd sýnir vel hvað það getur verið hættulegt að leika sér í fjörunn
Fólk að hlaupa undan öldunni á suðurströd og oft má litlu muna (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Ég hef oft komið á þessar slóðir og má sjá safn af myndum hér og læt ég myndirnar tala sýnu máli eins og er er vanur :)
Spánverjar stilla sér upp til myndatöku á stuðlaberginu í Reynisfjöru (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Hér má sjá fjölskyldu sem að ég var með á ferð í Reynisfjöru og eru stuðlabergsklettarnir auðveldir til uppgöngu eins og sjá má:
Klifrað í stuðleberginu – tröppur frá náttúrunar hendi (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Við félagarnir í fisfélagi Reykjavíkur höfum oft flogið um þetta svæði og hér tek ég myndir úr mótordreka af svæðinu
Flogið eftir sandströndinni á góðum degi með Reynisdranga framundan (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Leiðsöguskólinn í útskriftarferð 2005 í Reynisfjöru
Gott er að baða tjáslurnar í köldum sjónum – en með varúð þó (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Danskur hópur á ferð í Reynisfjöru við sönghellirinn
Brosað framan í myndavélina (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Japönsk leiðsögukona á ferð í Reynisfjöru með hund – vaðið í góðu veðri
Þegar lítil alda er og gott veður, þá er í lagi að vaða smá – Hundur af næsta bæ er vanur að mæta á staðinn til að leika við gesti (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Í flottu veðri er gott að slappa aðeins af í Reynisfjöru og hitinn getur orðið mikill þegar sólin nær að hita sandinn upp
Gott að slappa af við lestur í Reynisfjöru (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Jarðfræðin er einstök á svæðinu og má sjá í þversnið á gosrás með stuðlaberg öðru megin og móbergi hinu megin. En fyrir stuttu féll gríðastórt stykki úr móbergshlutanum og má sjá myndir af því hér:
Það er greinilega margt fleirra sem ber að varast en sjórinn (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Hvali rekur oft upp á suðurströndina og oft má keyra fram á hóp af selum sem njóta veðurblíðunar:
Hér má sjá hversu öflug aldan getur verið en hér má sjá hval sem borist hefur um 100 metra inn á land (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Hér eru svo fallegar myndir teknar á tíma sem sýnir hvernig aldan leikur við rúnaða fjörusteinanna.
Rúnnaðir steinar í útsogi – magnaðar myndir (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Mótorsvifdreki á flugi eftir suðurströndinni með viðkomu á Bakkaflugvelli
Hér eru fleirri en fuglarnir að njóta góða veðursins sem getur verið á suðurströndinni (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Panaorama mynd af Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Reynisdrangar7w.html

Panaorama mynd af Reynisfjöru sé frá Dyrhólaey má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Reynisdrangarw.html

Bílamynd með Reynisdranga í baksýn má skoða hér: http://www.photo.is/books/4×4/pages/57-Vik_Myrdal%202.html

Reynisdrangar og Vík að kvöldlagi má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Vik2.html

360°mynd Reynisdrangar og Vík að kvöldlagi má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Vik3w.html

Farið á vaði út í Dyrhólaey og Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/07/01/2/pages/kps01070103.html

Ferð til Víkur og niður í Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/06/09/1/index_3.html

Ferð í Reynisfjöru með Siera Club, hundur á steini + ganga á Fimmvörðuháls má skoða hér: http://www.photo.is/06/06/4/index_26.html

Svört sandfjaran á suðurströnd heillar má skoða hér: http://www.photo.is/06/07/1/pages/kps07060225.html

Reynisdrangar ásamt ýmsum dröngum út um allt land hér: http://www.photo.is/skoli/drangur/index.html

Steinarnir eru magnaðir í Reynisfjöru og margir sem taka þá með sér sem minjagripi enda rúnnaðir og fallegir hér: http://www.photo.is/skoli/ferd/pages/kps05041051.html

Aldan getur verið stór þó svo að það líti út fyrir að það sé sól og blíða hér: http://www.photo.is/07/01/2/pages/kps01070080.html

Margan bátinn hefur rekið upp á suðurströndina og hér má sjá flak sem er 2-300 metra inni á sandinum hér: http://www.photo.is/05/sam/pages/kps09050049.html

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

Hvað á að byggja í miðbænum eftir brunann?

Ég settist niður í gær og fór að hugsa hvað hægt væri að gera eftir að hafa skoðað brunarústirnar niður í miðbæ deginum áður. Verið var að girða svæðið af á fullu og datt mér fyrst í huga að ekki veitti að því að skreyta aðeins útlitið á veggnum sem verið var að reisa í kringum svæðið.

Því ekki að byggja flott glerhús með baklýsingu sem væri einstakt í veröldinni upp á nokkrar hæðir og þekja útveggi 100% með slíkum myndum en svona hús baklýst að kvöldi myndi eflaust vekja mikla athygli á dimmum vetrarmánuðum :)

En í dag eru til gluggafilmur sem sést vel út um og því óþarfi að hafa sýnilega glugga á slíku húsi.

1) Hreinsa allt í burtu og flytja upp í Árbæjarsafn og endurbyggja.

2) Byggja hús algjörlega úr gleri á 1 hæð
og þá með opnu útisvæði ofan á toppnum með kaffihúsaaðstöðu m.m.

Hús úr gleri á 1 hæð
Stór mynd má skoða hér hér

eða …

3) Byggja hús algjörlega úr gleri á 2 hæðum
og þá með opnu útisvæði ofan á toppnum

Hús úr gleri á 2 hæðum
Stór mynd má skoða hér hér

Húsið yrði klætt með baklýstum 360° ljósmyndum úr íslensku landslagi. Sem myndi að sjálfsögðu lýsa fallega upp skammdegið og vekja mikla athygli.

Starfsemi: Alhliða upplýsingar fyrir ferðamenn, kaffihús, samkomuaðstaða og bókunarmiðstöð.

Í Húsinu yrðu nokkur herbergi með 360°hringmyndum sem yrði líka baklýst og væri þá t.d. hægt að labba inn í mismunandi rými með mismunandi þema. T.d. Íshellir, hraunhellir, jökulsárlón, eldgos, hverasvæði, foss eða önnur flott svæði á íslandi.

Hægt væri að fá upplýsingar á tölvuskjáum eða hlusta á hljóðupplýsingar á mismunandi tungumálum.

Þetta hús er það sérstakt að eftir því yrði tekið – enda annað eins ekki sést áður :)

Kjartan
www.photo.is

p.s.
Þar sem reikna má með að um 3-500 þús. ferðamenn muni eiga leið um miðbæinn í sumar, þá er mikilvægt að ásýnd miðbæjarins sé smekkleg og ekki verra ef það er eitthvað fallegt sem gleður augað. En fljótlegt er að klæða núverandi svæði af með slíkri mynd.

Hægt er að skoða útfærslu á baklýstri risamynd 16m x 2.35m í nýja sýningarsalnum í Bílabúð Benna hér (3 myndir)

Nýtt útlit á forsíðu – New look on www.photo.is

Þessa daganna er ég að lagfæra útlitið á vefnum hjá mér og víst löngu orðið tímabært. Núna á að koma ný mynd efst á síðuna í hvert sinn sem komið er inn á síðuna eða “reload” á síðuna.

Svo verður reynt að leggja meiri áherslu á hnappana þannig að þeir verði notaðir víðar en gert er í dag.

Kjartan