FOSSARNIR DYNKUR OG GLJÚFURLEITARFOSS Í ÞJÓRSÁ – Myndir

Waterfall DYNKUR and GLJÚFURLEITARFOSS in ÞJÓRSÁ river – pictures

Hér er Ómar Ragnarsson að fjalla um fosinn Dynk og og Gljúfurleitarfoss í Þjórsá á blogginu sínu
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/934682/

Þar segir Ómar “Landsvirkjun er aftur komin á fulla ferð við þá fyrirætlan sína að drepa endanlega flottasta stórfoss Íslands”

Það vill svo til að ég er nýbúinn að fljúga upp með Þjórsá og tók þá þessar myndir:

Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Rétt vestan við er þessi fallegi foss sem mun einnig hverfa ef sett verður uppistöðulón í ánna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of a small waterfall vest of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Hér má svo sjá aftur litla fossinn sem er rétt hjá Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of a small waterfall close to Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Rétt fyrir ofan þessa tvo fossa er svo þetta fallega gljúfur, sem er myndað af sorfnu bergi, efst í þessu gljúfri glittir í einn af fallegri fossum landsins, Dynk eða Búðarhálsfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of canyon where Dynkur and Gljúfurleitarfoss waterfall are in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Fossinn Dynkur í Þjórsá er tilkomumikill foss eins og sjá má á þessari mynd hér. Á þessari mynd er lítið vatn í ánni en fossinn breytist mikið þegar mikið vatn er í ánni og breiðir þá úr sér yfir þessar fallegu klettamyndanir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Eins og sést vel á myndinni, þá eru margir minni fossar í Dynk. Dynkur er um 38 m hár, í Þjórsá, suðaustan undir Kóngsási á Flóamannaafrétti. Áin fellur þar fram af mörgum stöllum í smáfossum sem til samans mynda eitt fossakerfi. Eru þar fögur form en mestu skiptir þó að furðulega fagrir og margbreytilegir regnbogar verða til í fossum þessum svo að mest líkist litagosi yfir fossinum þegar sól skín á hann. Holtamenn kalla hann Búðarhálsfoss en Gnúpverjar kalla hann Dynk. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Hér er horft ofan á fossinn Dynk. Best er að skoða fossinn frá eystri bakka Þjórsár og aka þá inn Búðarháls frá brúnni á Tungnaá við Hald. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson

Fyrir ofan fossinn Dynk í Þjórsá er viðkvæmt gróðursvæði sem heitir Þjórsárver sem er við rætur Hofsjökuls. Þar er einnig að finna fjallið Arnarfell sem er þekkt fyrir mikla gróðursæld, enda svæðið umgirt jöklum og ám svo skepnur og aðrir grasbítar komast ekki inn á svæðið. Þar er m.a. að finna eitt stærsta uppvaxtarsvæði heiðagæsa í heiminum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial view of Dynkur waterfall. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>