SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU – MYNDIR

Hér má sjá myndaseríu af því landslagi sem fór undir uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar. Þar eru fjöldin allur af gljúfrum og fossum sem nú eru horfin um aldur og ævi … og munu aldrei sjást aftur.

Það á vel við að ráðamenn sem raula ættjarðarsöngva með glas í hönd eftir að hafa klippt á borðann og fengið að ræsa hina eftirsóttu virkjunina formlega, virði fyrir sér þessar myndir.

Þessi foss var sem töfrum líkastur og “bar” nafnið með rentu.
Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hér má sjá hvernig þessi fallegi foss féll fram af hraunbrúninni og er meðal annars þessi fallorka nýtt til raforkuframleiðslu í dag sem síðan gefur nokkrum álkerjum niður á Reyðarfirði smá yl.
Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ekki langt frá Töfrafossi, var annar foss
Fossinn sem hvarf í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Bergmyndanirnar voru margar fallegar í Kringilsá. Hér má sjá flottan berggang.
Berggangur sem hverfur í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Þegar við vorum á flugi þarna yfir, þá birtist skyndilega fálki sem var greinilega eitthvað að forvitnast líka, ekki er ólíklegt að hann eigi hreiður þarna á svæðinu :)

Gljúfur í Kringilsá
Gljúfur í Kringilsá sem hvarf í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Um 25% af friðlandinu á Kringilsárrana fór undir fyrirhugað Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Svæðið er lokað af Vatnajökli eða Brúarjökli að sunnan og svo ánni Jöklu að austan- og Kringilsá að vestanverðu. Raninn er mikið gróinn og var gott og mikilvægt haglendi og beitiland fyrir hreindýr.

Hér er Kláfur sem göngumenn gátu notað til að komast yfir í Kringilsárranann.
Mynd af kláf sem lá yfir Kringilsá sem nú er horfin í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Þessi brú er núna horfin og litla fjallið við hliðina á Kárahnjúknum sjálfum er núna orðin eyja í stóru uppistöðulóni Kárahnjúkavirkjunar.


Kjartan

WWW.PHOTO.IS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>