SPILLUM EKKI SVÆÐINU Í KRINGUM ÖLKELDUHÁLS !!!

Ég hef átt þess kost að fara nokkrar ferðir með ferðamenn upp á Ölkelduháls sem er rétt austan við Hengilinn.

Um svæðið liggur þekkt gönguleið niður í Reykjadal þar sem endað er rétt fyrir ofan Hveragerði.

Svæðið allt er ægifagurt og hefur upp á margt að bjóða. Vinsældir svæðisins má meðal annars rekja til þess að um það rennur heitur lækur/á sem vinsælt er að baða sig í.

Sumir vilja jafnvel halda því fram að það sé meira gaman að koma á þetta svæði og baða sig heldur en inn í sjálfar Landmannalaugar og er þá mikið sagt.

Einn megin kostur við þetta svæði er að þangað er ekki hægt að komast á bíl og þarf því að fara allar ferðir um svæðið gangandi eða á hestum. Og er það ótvíræður kostur í samfélagi þar sem allir fara orðið sínar ferðir á einhverskonar farartækjum.

Leirmyndanir á svæðinu geta verið gríðarlega fallegar eins og sjá má á þessari mynd hér:
Heitur lækur rennur í gegnum Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Litir náttúrunnar geta stundum verið ótrúlegir eins og sjá má á þessari mynd hér:
Fallegir litir í heitavatnsuppsprettu sem rennur út í lækinn í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Innst í Reykjadal rétt við Ölkelduháls er svo þessi fallegi foss sem rennur í gegnum soðið berg sem er með ótrúlega fallegum litbrigðum og myndunum.
Foss innst í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hér er svo annað mjög virkt hverasvæði innst í Reykjadal þar sem gengið er upp vestan megin við Ölkelduháls.
Virkt hverasvæði innst í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ef litið er á framkvæmdir við Hengilinn í dag, þá má sjá athafnasvæði Hellisheiðarvirkjunar á næstu mynd. Þegar myndin er skoðuð nánar, þá ber að hafa það í huga að það á að reisa tvær sambærilegar virkjanir til viðbótar við þær tvær sem fyrir eru við Hengilinn.

Hér má svo sjá panorama mynd af Hengilssvæðinu þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri.
Ljósmynd af Hellisheiðarvirkjun ú lofti (smellið á mynd til að sjá myndina enn stærri)

!!! Það hafa komið athugasemdir á þessa panorama mynd að hún væri að einhverju leiti óeðlileg. En víðmyndin er unnin úr 7 stökum loftmyndum sem settar hafa verið saman.

Sjá má upprunalegar myndir, teknar í maí 2006, hér: http://www.photo.is/06/05/7/index_14.html

Ég þróaði þessa samsetningartækni árið 1996 þegar ég gaf út Íslandsbókina. Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá að ég hef ekki náð að ljúka samsetningunni 100% en myndin er þó nógu góð til að gefa hugmynd af umfangi Hellisheiðarvirkjunar. Ég á fleiri svona myndir teknar seinna en þar sem svona samsetning tekur mikinn tíma og ekki eru djúpir vasar til að greiða úr fyrir þá vinnu, þá verður það að bíða betri tíma.

Á svona panoramamynd eða víðmynd eins og það heitir á Íslensku, þá verða línur sem eru beinar, bognar, en það lagast ef myndin væri prentuð út og sett í hring utan um þann sem skoðar myndina.

Á þessari loftmynd má sjá niður Reykjadal til suðurs þar sem fólk er að baða sig í ánni.
Reykjadalur fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Eftir Reykjadal rennur heitur lækur þar sem vinsælt er að baða sig í. Vinsæl gönguleið liggur frá Hveragerði inn þennan dal og upp á Ölkelduháls og er mikill jarðvarmi á þessari leið.

Ég hef farið mikið með ferðamenn um þetta svæði og má sjá nánar kort frá Orkuveitu Reykjavíkur af gönguleiðum um svæðið hér:

http://www.or.is/Forsida/Gestiroggangandi/Utivistarsvaedi/Hengilssvaedid/

Eins og sjá má á þessum myndum þá er vinsælt að baða sig í ánni sem rennur í gegnum Reykjadal og er nánast hægt að baða sig hvar sem er.
Erlendir ferðamenn að baða sig í heitri ánni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hér er ungt par frá Danmörku að baða sig í ánni. Daman horfir hugfangin á kærastann sinn svolgra af áfergju á ísköldu lindarvatninu sem rennur út í heita ánna. Enda nóg til af hreinu íslensku fjallavatni.
Drukkið íslenskt kalt vatn úr hliðarlæk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Það sem fékk pínu á mig var að Daninn var ekki mikið hrifin af allri þeirri uppbyggingu sem átti sér stað á StórReykjavíkursvæðinu og fann borginni allt til foráttu! Hann vildi meina að íslendingar ættu að fara aðeins hægar í sakirnar. Aftur á móti vildi hann endilega fá að kaupa hús úti á landi og flytja hingað og búa í nokkur ár. Hans komment á staðin var að þetta væri NÁKVÆMLEGA náttúran sem hann væri að leita af. Ég þorði nú ekki að minnast á það við hann að það væru í bígerð stórar áætlanir um að virkja hluta af þessu svæði.

Virkjunin sem um ræðir verður við Ölkelduháls og er þessi myndasería tekin á því svæði.

Hér gengur hópur rétt hjá þeim stað þar sem virkjunin kemur til með að rísa
Mynd tekin ekki langt frá þeim stað þar sem virkjun kemur til með að rísa (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Það er stórt og mikið hverasvæði norðan við Ölkelduháls rétt hjá þar sem Bitruvirkjun kemur til með að rísa.
Einn af mörgum leirhverum norðan við Ölkelduháls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Rústir af fjárrétt frá gömlum tíma
Gömul fjárrétt norðan við Ölkelduháls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Risastór leirhver sem bullar og sýður í og mátti sjá rollur á svæðinu sem voru að ná sér í smá il frá hvernum
Stór leirhver rétt norðan við Ölkelduháls sem bullar og sýður í (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Hér má svo sjá kort af svæðinu í lokin ásamt litlum myndum
Kort af Ölkelduhálsi, Bitruvirkjun og Reykjadal

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að skoða heimasíðu þeirra aðila sem vilja láta skoða virkjanamál á þessu svæði betur hér:

WWW.HENGILL.NU

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>