HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

Viðhaldstími?????????????

Hér er hægt að ræða og skiptast á upplýsingum um allt sem viðkemur flugi á 3ja ása fisum á íslandi • Here we can discuss all about flying 3-axis microlight in Iceland and abroad

Viðhaldstími?????????????

Postby jardsettur » Thu Jan 25, 2007 18:53

Sæl hér.
Hér er alveg upplagt að skiptast á upplýsingum varðandi fis.
Nú er ágætis tími til að huga að viðhaldi á fisum fyrir vorið og sumarið.
Gúmmí er lífrænt efni og á það til að gefa sig þótt það sé ekki í notkun.
Nefni mótorpúða, hosur við blöndung, pakkdósir og vatnsslöngur, bensínleiðslur.
Það getur verið komnar sprungur í þessi gúmmí þótt það sjáist ekki.
Best er að taka til dæmis mótorpúða úr setja í skrúfstykki og taka á þeim til að sjá betur hvort sprungur eru, einnig að ýta blöndungum til og frá til að sjá hvort sprungur eru í gúmmíhosum.
Svo er spurning hvort hægt sé að bera einhverja feiti á þessi gúmmí
til að halda þeim mjúkum og koma þannig í veg fyrir sprungumyndun.
Eitt fis á Íslandi missti mótor í flugtaki og hlekktist á vegna þess að hosa við blöndung rifnaði.
JARÐSETTUR......................
jardsettur
 
Posts: 3
Joined: Tue Jan 09, 2007 22:32

Return to 3-axis microlight • 3ja ása fis

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron