HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

Nýr mótor fyrir fisflug?

Hér er hægt að ræða og skiptast á upplýsingum um allt sem viðkemur flugi á 3ja ása fisum á íslandi • Here we can discuss all about flying 3-axis microlight in Iceland and abroad

Nýr mótor fyrir fisflug?

Postby admin » Sun Feb 18, 2007 0:24

Fisflugmenn eru að bíða eftir er að það komi á markaðinn mótor sem er bæði sparneytinn, aflmikill og léttur.

Menn hafa verið að bíða mikið eftir að það kæmi á markaðinn dísel mótor eins og er komin í marga smábíla í dag.

Slíkir bílar eru með fáránlega litla eyðslu og komnir jafnvel niður í 4-5 lítra eyðslu á 100 km.

Það besta sem við fisflugmenn höfum í dag er Rotax mótorar.

Rotax 503 er loftkældur tvígengismótor sem eyðir 15-20 lítrum á tíman og gefur um 50 Hp og þarf að taka mótorinn upp á 300 tíma fresti. Var lengi vel sá mótor sem mest var notaður í fis en í dag er orðin krafa um meira afl og hraða.

Rotax 582 er loft- og vatnskældur tvígengismótor sem eyðir 15-20 lítrum á tíman og gefur um 60 Hp og þarf að taka mótorinn upp á 300 tíma fresti og hentar gríðarlega vel í fisflugi. Bæði er mótorinn léttur og mjög einfaldur og þar með bilannalítill og hentar mjög vel fyrir fis sem eru með hámarksþyngd upp að 450 kg. En þessi mótor virðist gefa nægjanlegt afl til að gera flest allt sem fisflugmaður þarf að gera í flugi eins og hraða og þægindi.

Þar sem mönnum þykir nóg um eyðsluna á þessum 2 mótorum og skamman endingartíma (300 hrs) og óþægindi með að þurfa að blanda bensín og dýrri olíu saman þá fóru menn huga að nýjum leiðum og fisflugmenn hafa verið þekktir fyrir að prófa nýja hluti tengda flugi eins og mótora og er þá oft reynt að nota léttar bílvélar.

Rotax 912 mótorinn var búinn til til að svara þessum nýju kröfum. Nýr aflmikill hljóðlátur 4 gengismótor með þýðan gang eins og fínasta bílvél og eyðslu um 10 lítrar af bæði 95 oktan og 100 LL. Þessi mótor er í nokkrum útfærslum og eru vinsælastir Rotax 912 sem er 80 Hp og 912S sem er 100 Hp og nægjanlegt afl fyrir flest það sem menn vilja að hægt sé að gera á fisi. En þessi mótor er enn að eyða töluverðu og svo er mótorinn alveg í efri mörkunum hvað þyngd varðar.

Mikið er búið að vera að bíða eftir að það kæmi dísel mótor sem er nægjanlega léttur fyrir fisflugvél. Slíkur motor er líklegur til að vera með eyðslu í kringum 5 lítrar á kl.st., þarf ekki flókið kveikikerfi, því að mótorinn er það háþrýstur að það verður nánast 100% bruni og því enn betri nýting á eldsneyti.

En gallar við slíka mótora hefur lengi verið þyngdin. Með tilkomu nýrra efna og þróun í nýjum mótorum, þá er það að verða gerlegt að framleiða mótora sem eru nægjanlega léttir fyrir fisflug.

Svo er annað atriði sem menn hafa líka í díselmótorum umfram bensínmótora er að það er gríðarlega mikið tork eða tog og þarf ekki að hafa flókin gírbúnað eins og á Rotax bensín mótorunum til að lækka snúning mótors út í skrúfu um hlutfall 2 til 3. En Rotax 503 er að snúast allt upp í 6-7000 snúninga til að ná fullu afli út úr mótornum.

Díselmótor er með svo mikið tog að hægt er að setja skrúfuna beint á sveifarásinn og spara þar með gírinn og svo getur mótorinn snúist mjög hægt á fullu togi og þar með stóra skófluspaða sem gerir mótorinn mjög hljóðlátan og ekki eins og með 2 gengis mótoranna að það er alltaf verið að berjast við að endarnir á spaðanum séu ekki að fara yfir hljóðhraða og gefa frá sér um leið mikinn hávaða.

Einn af mörgum nýjum díselmótorum sem var að koma á markaðinn má skoða hér frá fyrirtækinu

http://vulcanaircraftengines.com/

Þessum mótor er ætlað að keppa beint við 912 .. 914 mótorana frá Rotax

og heitir Raptor 105 og er:

105 HP (78 kW) @ 2500 Prop RPM, 2875 Engine RPM Continous power
Turbo diesel, 4 cylinder in-line, 4 stroke cycle, Liquid cooled, Propellor speed reduced

og er þyngdin í kringum 179 lbs eða 81 kg og upptökutími á mótor er um 1500 kl.st. eins og á Rotax 912... mótorunum.

Bensín mótorar í flugi eru venjulega með 1.5 til 2 lbs í þyngd á hvert hestafl. Rotax 914 er gefin upp 100 Hp við stöðugt álag og er um 166 lbs sem gefur 1.66 lbs pr. hestafl. Rapator 105 gefur 105 Hp við stöðugt álag og vegur 179 lbs sem gefur 1.7 lbs pr hestafl.

Kjartan


Hér koma svo myndir af þessum nýja mótor:

Image

Image
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to 3-axis microlight • 3ja ása fis

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron