HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

Landsmönnum fjölgaði um nærri tvö prósent í fyrra

Hér er hægt að ræða og skiptast á upplýsingum um allt sem viðkemur leiðsögustarfi á íslandi • Here we can discuss all about guiding in Iceland and abroad

Landsmönnum fjölgaði um nærri tvö prósent í fyrra

Postby admin » Wed Apr 23, 2008 9:59

Vísir, 23. apr. 2008 09:22

Landsmönnum fjölgaði um nærri tvö prósent í fyrra

Landsmenn voru 313.376 samkvæmt samantekt Hagstofunnnar um fólksfjölgun á Íslandi. Samkvæmt þessu fjölgaði landsmönnum tum 1,9 prósent á árinu 2007 sem er töluverð fjölgun.

Hún var þó minni en árin tvö þar á undan en árið 2006 var hún 2,6 prósent sem er með því mesta sem mælst hefur. Fólksfjölgun undanfarinna ára má öðru fremur rekja til fólksflutninga til landsins að sögn Hagstofunnar.

Mest hefur fólki fjölgað í þéttbýli í nágrenni höfuðborgarsvæðinu. Þannig er fólksfjölgun mikil á Suðurnesjum og í þéttbýlisstöðum á Suður- og Vesturlandi. Á Austurlandi fækkaði íbúum árið 2007 eftir mikla fólksfjölgun árin þar á undan.

Þá kemur fram í tölum Hagstofunnar að hlutfall aldraðra hér á landi sé lægra en víða í öðrum Evrópuríkjum en hlutfall barna að sama skapi hærra. Hlutfall fólks á vinnufærum aldri hafi aldrei verið hærra á Íslandi en nú. Það megi að einhverju leyti rekja til þess að flestir erlendir ríkisborgarar sem búsettir séu hér á landi séu á þrítugs- og fertugsaldri. Fá börn og hverfandi fáir aldraðir einstaklingar eru hins vegar með erlent ríkisfang.
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to Guiding in Iceland • Leiðsögustarfið

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron