HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

105 þúsund vélar um íslenska flugstjórnarsvæðið 2007

Hér er hægt að ræða og skiptast á upplýsingum um allt sem viðkemur leiðsögustarfi á íslandi • Here we can discuss all about guiding in Iceland and abroad

105 þúsund vélar um íslenska flugstjórnarsvæðið 2007

Postby admin » Thu Jan 10, 2008 15:00

105 þúsund vélar um íslenska flugstjórnarsvæðið

Rúmlega 105 þúsund flugvélar fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið árið 2007 og er það 7,7% aukning frá árinu á undan. Farþegar í innanlandsflugi fóru yfir hálfa milljón og er það einnig talsverð aukning frá fyrra ári.

Íslenska flugstjórnarsvæðið er um 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð. Það nær frá Greenwich-lengdarbaugnum í austri og vestur fyrir Grænland, frá Norðurpólnum og suður fyrir Færeyjar, langleiðina til Skotlands. 289 flugvélar fóru um svæðið á dag að jafnaði og voru 32% þeirra í flugi til eða frá Íslandi.

Á síðustu fjórum árum hefur umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið aukist að meðaltali um 7,6% á ári. Á sama tímabili hefur flugumferð yfir Norður-Atlantshafið aukist um 5,2% á ári að meðaltali.

Um 47% farþega í innanlandsflugi fóru um Reykjavíkurflugvöll, 22% um Akureyrarflugvöll, 16% um Egilsstaðaflugvöll, 5% um Ísafjarðarflugvöll og 5% um Vestmannaeyjaflugvöll. Mest aukning í innanlandsflugi var á flugleiðunum á milli Reykjavíkur og Akureyrar þar sem farþegafjöldi fór yfir tvö hundruð þúsund. Hundrað þrjátíu og sjö þúsund farþegar fóru milli Reykjavíkur og Egilsstaða og hafa farþegar á þessum flugleiðum aldrei verið fleiri en á síðasta ári.

Hlutverk Flugstoða að sjá um um rekstur og uppbyggingu fjórtán áætlunarflugvalla víðs vegar um landið. Þrír þeirra, flugvellirnir í Reykjavík á Akureyri og á Egilsstöðum eru varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll og eru skilgreindir sem alþjóðlegir millilandaflugvellir.
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to Guiding in Iceland • Leiðsögustarfið

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron