HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

Vantar 4x4 jeppaleið frá Kaldadal niður í Hvalfjörð

Hér er hægt að ræða um allt sem tengist ferðamálum á Íslandi • Here we can disscuss all about traveling in Iceland

Vantar 4x4 jeppaleið frá Kaldadal niður í Hvalfjörð

Postby admin » Mon Jul 23, 2007 5:00

Kaldidalur - Hvalfjörður

Hvernig væri að kanna möguleika á að aka niður í Hvalfjörð af Kaldadalsleið eins og sjá má á eftirfarandi korti.

Slík leið myndi opna möguleika fyrir ferðamenn að skoða hæsta foss landsins sem er Glymur 198 m hár og svo Hvalfjörðinn sem væri ekki amalegt að skoða frá slíkri leið.

Einnig myndi opnast skemmtileg hringleið frá Þingvöllum, um Kaldadal og yfir í Hvalfjörð með gríðarlega fallegu útsýni. Norðmenn eru þekktir fyrir að gera út á sína djúpu fallegu firði. Ekki er nú hægt að segja annað en að Hvalfjörðurinn sé útundan þegar verið er að ræða Gullna Hringinn og eftir nýju Hvalfjarðargönginn, þá hefur umferð nánast lagst af um fjörðinn.

Leiðin er um 18 km frá Kaldadal niður í Hvalfjarðarbotn. Svo mætti einfalda leiðina með því að sleppa því að aka upp á Kvígindisfell.

Image
Kort af ökuleið

Einnig er hægt að leggja leiðina frá Reyðarvatni eða inn á Skorradalsleiðina.

Hæðakort af svæði og gönguleið.

Image

Hæðakort af ökuleið

Loftmyndir afr svæðinu má sjá hér:

http://www.photo.is/07/05/2/index_5.html

Kjartan
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to Travel in Iceland • Ferðast á Íslandi

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron