HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

HVAÐ ER VINÁTTA?

Hér er hægt að ræða og skiptast á öllu áhugaverðu um menningu, listir, bókmenntir og kveðskap • Here we can discuss all about icelandic culture, art, poem and literature

HVAÐ ER VINÁTTA?

Postby admin » Fri Aug 08, 2008 8:22

HVAÐ ER VINÁTTA?

Ég rakst á þessa samantekt um vináttu á veraldarvefnum og mátti til með að birta hana hér á vefnum hjá mér:

Það er sönn vinátta þegar þögn milli tveggja einstaklinga er þægileg.
(Dave Tyson Gentry)

Það er auðveldara að eiga týndan en fundinn vin.
(Málsháttur)

Leiðin að heimili vinar þíns er aldrei löng.
(Málsháttur)

Í góðu veðri - fullt af vinum - í vondu veðri hverfa þeir.
(Nafnlaus náungi)

Maður deyr jafnoft og maður tapar vini.
(Nafnlaus náungi)

Vinur minn er sá sem tekur mér eins og ég er.
(Henry David Thoreau)

Vinur er sá sem hrósar okkur með því að búast við því besta af okkur, og sá sem kann að meta það í okkur.
(Henry David Thoreau)

Okkur þykir svo vænt um hvert annað vegna þess að veikleikar okkar eru þeir sömu.
(Jonathan Swift)

Vinátta er jafna.
(Pýþagóras)

Megi Guð forða mér frá vinum sem þora aldrei að gagnrýna mig.
(Thomas Merton)

Aldrei gera eitthvað rangt til þess eins að eignast vin eða viðhalda vináttu.
(Robert E. Lee)

Vinur sem heldur í hönd þína og segir einhverja vitleysu er mun meira virði en sá sem er ekki nærri."
(Barbara Kingsover)

Vinur er sá sem þekkir þig og líkar samt vel við þig.
(Elbert Hubbard)

Vertu þinn eigin vinur, og aðrir munu fylgja í kjölfarið.
(Thomas Fuller)

Eina leiðin til að eiga vin er með því að vera vinur.
(Ralph Waldo Emerson)

Gamli góði vinur, glaðir gengum við oft forðum
en við gátum líka skipst á grát og grimmdarorðum.
(Magnús Eiríksson)

Ósnotur maður
hyggur sér alla vera
viðhlæjendur vini.
(Hávamál)

Vin sínum
skal maður vinur vera
og gjalda gjöf við gjöf.
(Hávamál)

Vin sínum
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin.
En óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera.
(Hávamál)

Veistu ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Hávamál)

Svo er auður
sem augabragð:
hann er valtastur vina.
(Hávamál)
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to Culture, art, poem • Menningarstarfsemi, sýningar, ljóðarstarfsemi

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron