HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?

Hér er hægt að ræða og skiptast skemmtilegum og óvenjulegum sögum, uppákomum, bröndurum og fl. í þeim dúr • Here we can discuss all kind of funny and stranges things ...

Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?

Postby admin » Mon Aug 25, 2008 9:44

Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?
Svar
Hár okkar og neglur eru gerðar úr svokölluðu hyrni eða keratíni sem er prótín. Hár og neglur eru því ekki úr lifandi frumum nema alveg við rótina. Þar af leiðandi eru hvorki æðar né taugar í nöglum eða hári. Neglur vaxa um það bil 0,1 mm á dag sem þýðir að á þremur til sex mánuðum verður til heil ný nögl. Hár okkar vex að meðaltali 0,44 mm á dag en við missum um 100 hár á hverjum sólarhring.
Sú trú að hár og neglur vaxi áfram eftir dauðann er lífseig en ekki rétt. Það sem gerist er að eftir dauðann þornar líkaminn og skreppur saman. Við það færist húðin og aðrir vefir frá nöglum og hári. Neglur virðast þannig hafa lengst og hárið síkkað. En þetta er eingöngu sjónhverfing en ekki raunverulegur vöxtur enda þarfnast öll líkamsstarfsemi, þar með talinn vöxtur nagla og hárs, orku og súrefnis sem ekki er til staðar eftir að við deyjum.
Andstætt því sem margir halda vaxa neglur ekki eftir dauðann.
Ekki er vitað með vissu hvert þessi sögn um hár- og naglavöxt eftir dauðann á rætur sínar að rekja en líklega hafa menn veitt þessari sjónhverfingu athygli í aldir eða árþúsundir. Það hefur þó sjálfsagt ýtt undir og gert söguna lífseigari að hún hefur ratað bæði í bækur og kvikmyndir. Til dæmis minnist Paul Bäumer, sögumaðurinn í bók Erich Maria Remarque Tíðindalaust á Vesturvígstöðvunum (Im Westen nichts Neues, 1929) á það hvernig neglur vinar hans hafa haldið áfram að vaxa eftir dauðann.
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to Funny, strange and weird news • Skemmtilegt og óvenjulegt

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron