HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

Hamborgari seldist upp á Burger King

Hér er hægt að ræða og skiptast skemmtilegum og óvenjulegum sögum, uppákomum, bröndurum og fl. í þeim dúr • Here we can discuss all kind of funny and stranges things ...

Hamborgari seldist upp á Burger King

Postby admin » Sun Jun 29, 2008 10:56

Vísir, 29. jún. 2008 10:30

Hamborgari seldist upp á Burger King

Burger King veitingastaður í London sem keppir um að afgreiða dýrasta hamborgara í heimi lenti í því að sá hamborgari seldist upp. Og þó kostaði stykkið af honum tæplega 15.000 kr.

Samkvæmt frétt á viðskiptasíðu Jyllands Posten virðist það vera orðið stöðutákn í heiminum að eiga fjallháan reikning frá hamborgarabúllu. Slíkir staðir í London, New York, Las Vegas og víðar keppast nú um að komast í Heimsmetabók Guiness fyrir að selja dýrasta hamborgarann.

Burger King staðurinn í South Kensington í London sem varð uppiskroppa með dýrð sína notaði aðeins japansk Wagyu nautakjöt og meðlætið kom fram sjö löndum. Saltið var m.a. frá Himalaja-fjöllunum. Jyllands Posten gerir að vísu létt grín að þessu salti. Það hljómi flott en hægt sé að kaupa það í Brugsen í Kaupmannahöfn á 20 dkr. dósina.

Meðal þeirra sem keppa við Burger King eru "Tvöfaldur bandarískur truffle borgari" sem kostaði rúmlega 10.000 kr. árið 1994. Og í Las Vegas er hægt að panta sér hamborgara fyrir rúmlega 50.000 kr. stykkið. Þá fylgir að vísu með heill humar og flaska af dýrari gerðinni af Dom Perignon kampavíni. Í hamborgarakerðsum er sá borgari að vísu talinn léttvægt innslag í keppnina.

Og á Manhattan í New York er hægt að kaupa "Wall Street Shoppe borgarann" sem kostað um 12.000 kr. Hann er m.a. borinn fram með gæsalifrarkæfu. En eftir að hafa étið hann þarftu að stanga töluvert af blaðgulli úr tönnunum.
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to Funny, strange and weird news • Skemmtilegt og óvenjulegt

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron