HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

Tvær Nunnur

Hér er hægt að ræða og skiptast skemmtilegum og óvenjulegum sögum, uppákomum, bröndurum og fl. í þeim dúr • Here we can discuss all kind of funny and stranges things ...

Tvær Nunnur

Postby admin » Mon Apr 21, 2008 22:47

Tvær Nunnur

Einu sinni voru tvær nunnur á gangi í gegnum skóginn.
Önnur þeirra gekk undir viðurnefninu Systir Stærðfræði (SS), En hin var kunn undir viðurnefninu Systir Rökrétt (SR).

Það var farið að dimma og þær áttu ennþá langt eftir á áfangastað.

SS: Hefurðu veitt því athygli að síðustu 38 og hálfa mínútu hefur okkur verið veitt eftirför af einhverjum manni? Ég velti því fyrir mér hvað hann ætli sér.

SR: Það liggur ljóst fyrir að hann ætlar sér að gera okkur eitthvað.

SS: Almáttugur minn! á þessum tímapunkti mun hann ná okkur innan 15 mínútna hið minnsta! Hvað getum við gert?

SR: Það eina rökrétta í stöðunni er auðvitað að labba hraðar.

Stuttu síðar:

SS: Það er ekki að ganga upp.

SR: Auðvitað er það ekki að ganga upp. Maðurinn gerði það eina rökrétta í stöðunni. Hann fór líka að labba hraðar.

SS: Hvað eigum við þá að gera? Á þessari stundu mun hann ná okkur innan einnar mínútu.

SR: Það eina rökrétta í stöðunni fyrir okkur er að fara sitt í hvora áttina. Þú ferð þessa leið og ég tek hina leiðina. Þá getur hann ekki elt okkur báðar.

Því næst ákvað maðurinn að elta Systur Rökréttu. Systir Stærðfræði komst á áfangastað heilu á höldnu en hafði áhyggjur af því hvernig Systur Rökrétt hefði reitt af. Eftir nokkra mæðu kemur Systir Rökrétt loks á áfangastað.

SS: Systir Rökrétt ! Guði sé lof að þú sért komin! Hvað gerðist?

SR : Þar sem maðurinn gat eðlilega ekki elt okkur báðar, þá valdi hann þann möguleika að elta mig.

SS: Já, Já! En hvað gerðist svo?

SR: Nú ég reyndi að hlaupa eins hratt og ég gat, en þá fór hann einnig að hlaupa eins hratt og hann mögulega gat.

SS: Og?

SR: Það eina rökrétta gerðist á þessum tímapunkti. Hann náði mér.

SS: Guð minn góður! Og hvað gerðir þú?

SR: Það eina rökrétta sem ég gat gert og gerði.. Ég lyfti pilsi mínu upp.

SS: Oh, vesalings Systir! Hvað gerði maðurinn?

SR: Það eina rökrétta fyrir hann í stöðunni. Hann gyrti niður um sig.

SS: Æii, nei!! Hvað gerðist svo?

SR : Liggur það ekki í augum uppi, Systir? Nunna með pilsið upp um sig hleypur hraðar en maður með buxurnar á hælunum.

Og fyrir ykkur sem hélduð að þetta yrði eitthvað dónalegt og svæsið, bið ég fyrir ykkur !


Fyrirvari/Disclaimer
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to Funny, strange and weird news • Skemmtilegt og óvenjulegt

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron