HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

Sumir eru alltaf að detta

Hér er hægt að ræða og skiptast skemmtilegum og óvenjulegum sögum, uppákomum, bröndurum og fl. í þeim dúr • Here we can discuss all kind of funny and stranges things ...

Sumir eru alltaf að detta

Postby admin » Mon Mar 03, 2008 8:22

Gamli presturinn var orðin svo þreyttur á framhjáhalds-játningum sóknarbarna sinna í skriftarstólnum að sunnudag einn hélt hann þrumuræðu yfir þeim og sagði að hann þyldi ekki að heyra orðið framhjáhald einu sinni enn, annars myndi hann hætta störfum í sókninni.

En gamli presturinn var vinsæll og fólk vildi fyrir alla muni hafa hann áfram svo sóknarformaðurinn í samráði við gamla prestinn lét það boð út ganga að þeir sem vildu skrifta og játa framhjáhald myndu nota setninguna ,,ég datt á kirkjuveginum” í staðinn.

Og allt gekk sinn vanagang þar til gamli presturinn dó. Nýr prestur var auðvitað ráðinn í hans stað og eftir fyrsta daginn í skriftarstólnum orðaði hann það við sóknarformanninn að eitthvað þyrfti að laga gangveginn upp að kirkjunni því fólk segðist sífellt vera að detta. Sóknarformaðurinn fór að flissa, en þá sagði nýi presturinn.

Þú ættir nú ekki að hlæja að þessu, konan þín hefur dottið þrisvar frá áramótum”.
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to Funny, strange and weird news • Skemmtilegt og óvenjulegt

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron