HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

FERÐ Á TVÖ HÆSTU FJÖLL Á ÍSLANDI HVANNADALHNJÚK, SVEINSTIND

Hér er hægt að ræða og skiptast á upplýsingum um allt sem viðkemur ís- og fjallaklifri á íslandi • Here we can discuss all about ice and mountain hiking in Iceland and abroad - Where to climing - Climing Trails - Ice and mountain Know-How - Expert Answers - What to Pack - Gear Guide - Hiking Buying Guide - Backpack Buying Guide - Boot Buying Guide - Tent Buying Guide - Find the Right Gear - More Guides - Top places in Iceland - Best High-Country Hikes - Top 10 Climing Treks

FERÐ Á TVÖ HÆSTU FJÖLL Á ÍSLANDI HVANNADALHNJÚK, SVEINSTIND

Postby admin » Wed May 07, 2008 7:05

FERÐ Á TVÖ HÆSTU FJÖLL Á ÍSLANDI HVANNADALHNJÚK, SVEINSTIND, SANDFELLSLEIÐ - MYNDIR

[url=http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=128442]Hér má sjá GPS kort frá Google earth og slóðina sem gengin var sem ég fékk að láni hjá Haraldi Sigurðarsyni sem hélt vel utan um tölvumálin í ferðinni.
Image
Kort af gönguleiðinni á tvö hæstau fjöll á Íslandi Hvannadalshnjúk og Sveinstind í sömu ferð, gengnir voru 28.6 km á um 17 klst. Map of two highest peek or mountains in Iceland on Hvannadashnjukur in glacier Vatnajökull (smellið á kort til að sjá fleiri myndir - click on map to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index.html]Hér er teikning af hæðarbreytingum á meðan á göngunni stóð og má sjá að heildar vegalengd sem gengin var er um 28.6 km
Image
Á teikningunni má sjá tindanna 2 sem gengið var á Sveinstind og svo Hvannadalashnjúk. Vertical profile of the hiking track. Elevation up to 2110 meters. (smellið á kort til að sjá fleiri myndir - click on map to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_2.html]Þorvaldur Þórsson (Olli) leiðsögumaður sem tók að sér að koma hópnum upp á topp Öræfajökuls á tvo tinda, Sveinstind og svo Hvannadalshnjúk
Image
Olli er þekktur fyrir að hafa klifrað upp á 100 hæstu tinda landsins á einu ári. Thorvaldur Thorsson (Olli) hike to 100 highest mountain in Iceland in one year.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_2.html]Lagt er upp í ferðina frá Sandfelli í Öræfum
Image
Á sandfelli í Öræfum var áður blómleg byggð sem má muna sinn fífil fegri. Aðeins er eftir eitt tré sem hefur verið vinsælt að ljósmynda og hafa myndir af því tré birts víða. Sandfell in Oraefum where the hiking to highest mountain in Iceland starts.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_2.html]Hér er hópurinn sem er að leggja á stað frá bílastæðinu við Sandfell. Ákveðið var að ganga Sandfellsleiðina og koma niður Virkisjökulsleiðina.
Image
Á myndinni eru Þorvaldur Þórsson Olli, Elías Óskarsson, Hans Kristjánsson, Haraldur Sigurðarson, Kristján G Þórisson, Ragnar Sverrisson, Svanhvít Ragnarsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson og Haraldur Sigurðarson, á myndina vantar ljósmyndarann Ingólfur Bruun sem tók að sér að bera upp 3ja kg. myndavélina :) Picture of the hiking group on the parking place close to Sandfell.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_4.html]Ingólfur Bruun horfir hér á Hvannadalshnjúk sem er 2110 metra hár síðast þegar hann mældist. Klukkan er 3 að nóttu og sólinn ekki enn komin upp
Image
Ákveðið var að ganga á Sveinstind fyrst á meðan beðið væri eftir sólarupprás sem er í 4-5 km fjarlægð. Picture taken at 3 AM in the middle of the night. New plan came up to hike to Sveinstind while waiting for the daylight on Hvannadalshnjukur.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_6.html]Hér gengur hópurinn í línu upp á Sveinstind kl. 4:47 að nóttu og það er farið að birta að degi
Image
Hópurinn fikrar sig upp eftir rúmlega 2000 metra háum tindinum Sveinstindi. The group hike to Sveinstindur Iceland second highest mountain places in Oraefajokull in glacier Vatnajokull.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_7.html]Hópurinn samankomin á toppi Sveinstinds í Öræfajökli
Image
Hér er hópmynd af gönguhópnum samankomin á toppi Sveinstinds í Öræfajökli. Picture of the group on Sveinstindur Iceland second highest mountain places in Oraefajokull in glacier Vatnajokull
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_8.html]Útsýni yfir Breiðamerkurjökul á Breiðamerkursandi þar sem jökulsárlónið er
Image
Horft frá Sveinstindi í Öræfajökli yfir Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þar má sjá í þrjú jökullón, Breiðárlón, Jökulsárlón og Veðurárlón þar sem Stemma og Veðurá renna. View over glacier Breidarmerkurjokul
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_9.html]Tveir hópar í bandi á leið frá Sveinstindi yfir að Hvannadalshnjúk í Öræfajökli
Image
Öryggisins vegna verða allir að vera í bandi þar sem víða má finna hættulegar sprungur á jöklinum. For the security reason the hiker have to use rope, there are cracks all over on the glacier
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_10.html]Hér er lagt á brattann á sjálfan Hvannadalshnjúk sem er hæsti tindur Íslands, 2110 metra hár
Image
Hér fikrar hópurinn sig upp á Hvannadalshnjúk. Here are the hikers on way to the top on highest mountain in Iceland, Hvannadalshnjukur 2110 m high.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_11.html]Brattinn eykst og erfiðara verður að komast upp eftir því sem ofar dregur. Í baksýn má sjá til suðurs og Dyrhamar er þarna rétt hjá.
Image
Hér þarf að passa sig vel og fara hægt yfir, yfirborðið er á köflum klaki og víða hættulegar sprungur sem þarf að passa sig á. Rock Dyrhamar and hikers on way to the top on highest peek in Iceland, Hvannadalshnjukur.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_11.html]Hér er Kjartani ofurfjallgöngugarpa veitt áfallahjálp eftir erfiða göngu á hnjúkinn, gott er að hvíla sig aðeins og fá sér ískalda og svalandi malt til að byggja upp smá orku aftur
Image
Þegar komið er yfir 2000 metra, getur loftið verið farið að þynnast og þarf þá að hvílast oftar fyrir þá sem eru óvanir. KPS is resting and drinking Icelandic malt to regain some power again.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_12.html]Þó svo að sumir séu orðnir pínu þreyttir, þá lætur Hans Kristjánsson gönguna ekki mikið á sig fá enda vanur fjallamaður þar á ferð. Klukkan er núna 7 að morgni og þegar búið að vera á göngu í rúma 10 klukkustundir
Image
Menn eru mis sprækir eftir lítinn svefn og tíu tíma göngu á hæsta fjall á Íslandi Hvannadalshnjúk. The group have been hiking for more than 10 hours and the time is now 7 in the morning on highest mountain in Iceland Hvannadalshnjukur.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_12.html]Ragnar Sverrisson má til með að hringja í sína nánustu og láta alla vita að hann sé búinn að ná takmarkinu að komast á hæsta fjall á Íslandi, sjálfan Hvannadalshnjúk sem er 2110 metra hár.
Image
Ragnar Sverrisson frá Akureyrir brosir sínu breiðasta enda að vonum ánægður með árangurinn að vera búinn að klífa tvo hæstu tinda landsins. Hikers is happy to reach the goal to hike to highest peek or mountain in Iceland, Hvannadashnjukur in glacier Vatnajökull.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_12.html]Hér brosir hópurinn sínu breiðasta enda takmarkinu náð að klífa hæsta tind landsins
Image
Hópmynd af göngu- og klifurhópnum, mynd tekin af Ingólfi Bruun. Picture of the hking group after reaching the two highest mountain in Iceland, first Sveinstindur and now Hvannadalshnjukur both in Vatnajokull.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_13.html]Niðurleiðin getur reynst erfið ekki síður en að klífa jökulinn. Hér fellur maður númer 2 í línunni niður í sprungu á leið í átt að Dyrhamrinum
Image
Leiðsögumaðurinn Þorvaldur Þórsson fellur í sprungu á leið að Dyrhamrinum frá hnjúknum. The 100 top peek hiking guide fell in to a crack in the ice on the way down from the top.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_13.html]Hér er Hans Kristjánsson að kíkkja ofan í sprunguna til að kanna hvort að það sé ekki allt í lagi með Olla eða Þorvald Þórsson. Á bakkanum á móti er Svanhvít Ragnarsdóttir sem passar að halda bandinu strekktu svo að Olli falli ekki dýpra niður í sprunguna.
Image
Hér borgar sig að fara varlega. Hans is checking if all is OK with Olla in the ice crack.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_14.html]Þorvaldur fellur í sprunguna um kl. 8 og um hálftíma seinna tekst að hífa hann upp eftir að búið er koma á hann fleiri böndum og fjarlægja hluta af snjóbrúni sem er fyrir ofan hann. Þorvaldur sýnir hópnum hvernig á að bera sig að við að komast upp úr sprungu þar sem snjóbrúnin er brotin niður með ísöxum
Image
Hans hjálpar Olla upp á brúnina á meðan Olli brýtur sé leið upp á yfirborðið með tveimur ísöxum. Hans is helping Olli from the crack in the ice.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_15.html]Hætt var við að fara á Dyrhamarinn þar sem veður hafði versnað mikið á toppnum. Gönguhópur frá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum hættir við að fara á hnjúkinn vegna veðurs en við mætum þeim efst á brúninni í um 1900 metra hæð
Image
Hér er hópur frá Íslenskum Fjalaleiðsögumönnum sem ákvað að snúa við frá toppnum öryggisins vegna. Group of people with Icelandic mountain guide gave up to reach the top because of the bat wether.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_15.html]Hér er hópurinn að losa sig við böndin þegar hann er að nálgast snjólínuna. Klukkan er núna 11:20 að morgni og enn löng ferð fyrir höndum
Image
Vegna veðurs, þá var hætt við að fara Virkisjökulsleiðina niður. Here is the group removing the rope.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_16.html]Hér eru Ragnar Sverrisson og Þorsteinn Sigurðsson á leið niður brattar hlíðar á Sandfelli. Klukkan er 12:42 og enn mikið eftir
Image
Hér er gengið í miklum bratta og eins gott að fara varlega. Göngustafirnir eru margbúnir að sanna sig við þessar aðstæður. Hér borgar sig að hlífa hnénu. Ragnar and Thorsteinn on way down Sandfell. Still long way to go.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

[url=http://www.photo.is/08/05/1/index_17.html]Hér er svo tekin hópmynd af hópnum kl. 13:51 eða 17 klukkustundum eftir að fjallgangan hófst á hæsta tind Íslands. Gengnir voru 28.6 kílómetrar og var meðalhraðinn um 2 km á klst.
Image
Á myndinni má sjá Þorvald Þórsson Olli, Elías Óskarsson, Hans Kristjánsson, Harald Sigurðarson, Kristján G Þórisson, Ragnar Sverrisson, Svanhvíti Ragnarsdóttur, Þorstein Sigurðsson og Ingólfur Bruun.
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir - click on picture to see more pictures)[/url]

Ekki var laust við að sumir væru pínu þreyttir eftir erfiða ferð. En ferðin var einu orði sagt frábær :)

Kjartan

http://www.photo.is/
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to Ice and mountain climing • Ís- og fjallaklifur

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron