HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

4x4 bíll + ökumaður

Hér er hægt að setja inn auglýsingu frá leiðsögumönnum, ökuleiðsögumönnum eða gönguleiðsögumönnum • Here guide, driver guide or hiking guide can put in theyr add if they are looking for job.

4x4 bíll + ökumaður

Postby admin » Wed Jan 03, 2007 18:37

Er með 4x4 bíl ásamt ökumanni til útleigu fyrir ferðamenn. Bílinn tekur 6 farþega + bílstjóra. Bílinn er vel búinn til vetrar- og fjallaferða. Útbúinn með GPS staðsetningartæki, talstöð, 4 leður kaptain stólar og gott blás fyrir alla farþega og farangur. Bíllinn er að auki sérútbúinn fyrir blaðamenn, fréttamenn, ljósmyndara þar sem öflugur tölvubúnaður, prentari, 220 volt og fl. er til staðar í bílnum.

Áhugasamir hafið samband við:

Kjartan P. Sigurðsson gsm 892-3339

p.s. það má skoða hér: DAGBÓK hvort að ég sé í fríi eða bókaður.

Image

Bílinn sem er fjölnota lúxus 4x4 jeppi – einn með öllu og fær í flestar ferðir. Pláss er fyrir 6 farþega + bílstjóra, þar sem er kaptein stólar fyrir 3 og bekkur fyrir 3. Bíllinn er í raun skrifstofa á hjólum. Útbúinn með, GPS leiðsögukerfi þar sem farþegar geta séð á 3 skjái hvert verið er að fara, DVD myndkerfi fyrir kynningarefni, tölva er í bílnum þar sem hægt er að fara inn á internetið hvar sem er, hægt að vera með kynningar og fundi í bílnum þar sem t.d. er hægt að skoða powerpoint skjöl. Bílinn er með innbyggt diskótek og FM-útvarpsstöð þar sem hægt er að senda leiðsögn, upplýsingar og tónlist yfir í aðra bíla útbúna með venjulegu FM-útvarpstæki. Hægt er að velja úr fjölda mynda á DVD, mpeg formi og tónlist eða um 20 þúsund lög á mp3 formi.
Einnig er aðstaða fyrir ljósmyndara sem geta tengt flestar gerðir stafrænna myndavéla við tölvu og skrifað á CD eða DVD diska og svo í lok ferðar, þá er auðvelt að skoða myndir dagsins. Í bílnum er 220 volt svo að það er hægt að hlaða myndavélar og flesta síma ef 12 volta snúru vantar. Hægt er að prenta út vinnugögn á þráðlausan prentara sem prentar m.a. myndir í fullum litgæðum. Í bílnum er leiðsögukerfi þar sem hægt er að tala yfir í aðra bíla á VHF eða senda tal og tónlist í steríó hljómgæðum yfir í aðra bíla. Möguleiki er á að leigja karoki ferðakerfi sem hægt er að setja upp hvar sem er og er þá hægt að notast við ferðarafgeymi eða bílinn. Ef þarf að komast í háhraða nettengingu, þá er nóg að renna upp að næsta netkaffihúsi og bílinn er komin á netið, en annars er auðvelt að keyra aðeins um bæinn því það er hægt að finna fríar þráðlausar nettengingar út um allan bæ.

Að auki er bílinn hlaðinn íslensku hugviti þar sem skipt hefur verið um framhásinguna, hún breikkuð, sett í hana læsing, lækkuð hlutföll 4:88, stærri bremsudiskar, ABS kerfi, lokur, grjótvörn á kúluna, stór stýristjakkur. Nýr millikassi, stillanlegir loftpúðar, rafstýrð trappa og svona má lengi telja. Bílinn er á Ford 150 grind sem gerir bílinn mjög léttann og þægilegan til aksturs í snjó en undir bílinn hafa verið sett 38 tommu micro-skorin dekk.

Notkunarmöguleikar eru margir.

1) Sem fyrsti bíll sem keyrir í samfloti með öðrum bílum þar sem stjórnendur þurfa að hafa aðgang að öllum búnaði m.a. til að prenta út leiðbeiningar og fl. Enda nóg pláss til alls.
2) Ferðir inn á jökul með ferðamenn, vísindamenn, göngufólk... (lækkað drif, hægt að læsa hjólum og hleypa úr)
3) Lúxus ferð í Bláa Lónið með viðkomu á nokkrum stöðum um Reykjanesið.
4) Jeppaferð upp á Úlfarsfell eða nágreni Reykjavíkur – rómantísk ferð með valdri tónlist og kampavíni og útsýni yfir borgina. En lokuð geymsla er á milli sæta þar sem hægt er að hafa veigar í klaka.
5) Bíll fyrir ljósmyndara sem þurfa að komast á erfiða staði, í rétta birtu með fagmann í ljósmyndun sem leiðsögumann.
6) Bíll fyrir kvikmyndatökulið sem eru oft með mikið af dóti sem þarf m.a. að komast í rafmagn.
7) Bíll fyrir sjónvarpsfréttamenn með nóg af búnaði sem þurfa m.a. að hafa aðgang að fullkomnum tækjabúnaði
8) Bíll með lúxusaðstöðu fyrir fólk sem vill ferðast á eigin vegum í næði og í friði fyrir þyrstum ljósmyndurum og fréttamönnum.
9) Veiðiferðir sem taka oft nokkra daga og mikið dót fylgir: Laxveiði, hreindýraveiði, gæsaveiði
10) Óvissuferðir og ferðir um lítið þekkt svæði. Oft þarf að ákveða ferðir í skyndi og þá er gott að geta lagt að stað strax og prjónað ferðina á meðan á ferð stendur. Oft þarf að breyta vegna veðurs eða annarra aðstæðna.
11) Hestaferðir þar sem draga getur þurft hestakerru m.m.
12) Giftingaveislur – nú bílinn er nánast eins og flott limosína – nema bara með 4x4 – spurning um að prófa eitthvað nýtt:)
13) Í bílnum eru tengingar fyrir video, hljóð m.m. þannig getur sonur minn æft sig á rafmagnsgítar í aftursætinu og bílinn því kjörin fyrir hljómsveitir :)
14) Bílinn fór með 6 Ameríkana í lúxusferð hringinn í kringum landið – hluti af hópnum voru atvinnumenn í ferðamennsku og komið nánast út um allan heim. Bílinn og ferðamátinn fékk topp-einkunn http://www.photo.is/Ice05/index.html og höfðu þau á orði að þau hefðu aldrei upplifað aðra eins ferð.
15) Skoðunarferðir, skipulagðar dagsferðir, skemmtiferðir, verslunarferðir, menningarferðir, leikhús, tónleikar, list...
16) Fuglaskoðunarferðir, hellaskoðun, jarðorka, fallorka eða allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða.
17) Ferðir um lítið þekkt svæði og slóða. En komin er töluverð reynsla undirritaðs í þeim efnum (farið 8 sinnum Gæsavatnaleið)
18) Ráðstefnuferðir – en þar vantar oft að komast í ýmsar tengingar með tölvur, myndvarpa og fl.
19) Hægt er að útvega ýmsan búnað eins og tjald, ljós, hjálma, mat og fl. samkvæmt samkomulagi.
20) Bílinn er með öfluga Ford 5,4 lítra vél og getur bílinn auðveldlega dregið kerru vélsleða, bát og fl...

Ofan á þetta allt er hægt að prjóna flugferð og þá í mótorsvifdreka sem óvissuferð, skoðunarferð eða til að taka ljósmyndir.
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to Guide ready to work • Leiðsögumenn á lausu

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron