HOME • HEIM       SEARCH • LEIT       NEWS • FRÉTTIR       GUESTBOOK • GESTABÓK       CALENDAR • DAGATAL

Fisin frá Rand Kar í Frakkalandi Xair, Xair F, Hunuman

Allt til sölu, flugvélar og búnaður • Sell your stuff, planes or any related gear

Fisin frá Rand Kar í Frakkalandi Xair, Xair F, Hunuman

Postby admin » Wed Jan 03, 2007 19:40

Sælir fisáhugamenn,

Ég held að ég sé búinn að finna mjög áhugaverðar fisvélar og mótora handa okkur. Fisin eru frá Rand Kar í Frakkalandi og heita
Xair, Xair F og Hunuman. Skoðið síðuna þeirra sem er www.randkar.fr þeir eiga 20 ára afmæli núna og þar af leiðandi ætla þeir að
selja 20 stk af Xair fisum með 20% affslætti. Ég er nú þegar búinn að kaupa og veit að það eru til nokkur eftir. Þeir selja í kittum eða
samsett. Kittið kostar um 9.976 EUR og ef einhver vill vera með í slagnum þá talið strax við mig.
Ég er umboðsmaður þeirra á Íslandi.
Ég hef einnig verið að skoða aðra mótor möguleika á fisin okkar vegna þess að ég er ekki ánægður með Rotaxinn, treysti honum ekki
til þess að ganga 100% frá Bakka til Vestmannaeyja og þar fyrir utan er hann skelfilega dýr miðað við þau gæði sem ég hef af honum.
Meðal annars að skipta um kerti á 25 klst fresti er út í hött og TBO er ekki nema 300 klst.
Á Hirth mótornum, frá Þýskalandi, sem ég er að skoða sem er 70-80 hestöfl og er svipaður og Jabiru 2200 og Rotax 912 er TBO 1000 klst
á Hirth mótornum. Þessi mótor er vatnskældur og er 2ja cylindra, 36 kg með blönduðu bensíni 1:50. Hægt er að fá þennan mótor með
olíublöndu beint inn í bensín. Hann er jafn stór um sig og Rotax 582, kostar jafn mikið en á móti kemur að við fáum 75% meiri gæði.
Hægt er að fá þessa mótora með venjulegum blöndungi eða blöndungi með beinni innspýtingu, á meðan Rotaxinn skiptir 15 sinnum um
kerti skiptir Hirth 3svar sinnum um kerti. Þar fyrir utan eyðir hann 30% minna eldsneyti.
Þar næst getum við fengið 3ja cylindra mótor, 45 kg, frá 80 - 105 hestöfl, eða 4ra cylindra boxer frá 80 - 110 hestöfl sem er loftkældur.
Ég er einnig umboðsmaður fyrir Hirth á Íslandi, sjá heimsíðu þeirra www.hirth-engines.de

Xair pakkinn kostar u.þ.b. EUR 9.976.- -20% afsl = 7.980.-

Fullt sett af mælum EUR 1.050.-

75 hestafla Hirth mótor complett með gír og propellor EUR 7.000.-

Samtals : EUR 16.030.- eða u.þ.b. ísl.kr. 1.442.772.- nett

Verð eru exw; HIRTH þýskalandi

Fyrir þá sem ekki treysta sér til þess að setja þetta sjálfir saman þá get ég gert það gegn gjaldi, það tekur um 40 klst að setja saman fisið.

Tæknilegar upplýsingar : Xair F
Max take off weight 450 kg
Basic empty weight 159 kg með öllu 235 kg
Max level speed 130-150 km
Crus speed 100-130 km
Stoll speed 43 km með flöpsum
Þarf sérstaklega stuttur flugbrautir
Distance to clear 15m at landing110 m
Distance to clear 15m at take off 220 m

Þetta eru engar hraðflugsvélar heldur fyrir þá sem gaman hafa af því að fljúga og leika sér, sérlega auðveld í allri stjórnun.


Með kærri kveðju,

Krúsair

Markús Jóhannsson
Sími 5651182 / 8920654
User avatar
admin
Site Admin
 
Posts: 258
Joined: Thu Dec 07, 2006 13:05
Location: Reykjavík • Reykjavik Iceland

Return to For Sale • Flug-, ferða-, myndavéla-, tölvudót og fl. til sölu

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron